Bestu hótelin fyrir fjölskyldur í Portúgal

Portúgal er töfrandi áfangastaður fyrir fjölskylduna.
Portúgal er töfrandi áfangastaður fyrir fjölskylduna. Ljósmynd/Pexels/Julie Aagaard

Það stefnir allt í að Portúgal verði meðal vinsælustu áfangastaðanna í sumar, enda skemmtilegur áfangastaður fyrir alla fjölskylduna.

Þó það sé mikilvægt fyrir barnafjölskyldur að hótel séu barnvæn þarf ekki endilega að fórna hönnun og fegurð, en barnavefur mbl.is tók saman sex stílhreinustu og barnvænstu hótelin í Portúgal í dag.

Outpost

Hótelið er staðsett við ströndina í Sindra. Það býður ekki einungis upp á fallega hönnun og sjávarútsýni, heldur einnig tryllta sundlaug, tennisvöll og körfuboltavöll svo eitthvað sé nefnt.

Hótelið var hannað af portúgalska arkitektinum Raul Linno á fjórða áratugi síðustu aldar. Það er mikil upplifun að koma inn á hótelið þar sem allir ættu að geta fundið hina fullkomnu blöndu af afslöppun og skemmtun.

Hótelið er staðsett við Aguda-ströndina.
Hótelið er staðsett við Aguda-ströndina. Ljósmynd/Booking.com

Noah Surf House

Hótelið er staðsett í Santa Cruz sem er listrænn bær með fallegum ströndum. Hönnun hótelsins er sjarmerandi og yfir því er notalegur strandarblær.

Í herbergjunum eru kojur með köðlum sem börnin elska, en auk þess er næg afþreying fyrir alla aldurshópa í boði á hótelinu.

Gistiaðstaðan hefur verið hönnuð á skemmtilegan máta sem ætti að …
Gistiaðstaðan hefur verið hönnuð á skemmtilegan máta sem ætti að gleðja minnstu ferðalangana. Ljósmynd/Booking.com

Craveiral Farmhouse

Hótelið er staðsett í Alentejo, en það tók heil 8 ár að smíða það. Eigendur hótelsins vildu búa til stað þar sem fjölskyldur gætu komið saman og verið í návígi við náttúruna. Þeim tókst sannarlega vel til.

Á hótelinu er stór sundlaug þar sem börnin geta leikið sér, en hótelið býður einnig upp á guðdómlega heilsulind sem ætti að falla vel í kramið hjá eldri kynslóðinni.

Það er sannarlega hægt að slappa af í þessari guðdómlegu …
Það er sannarlega hægt að slappa af í þessari guðdómlegu heilsulind sem er staðsett á hótelinu. Ljósmynd/Booking.com

Vila Monte Farm House

Þetta hótel er falin perla í Algarve þar sem einstakur arkitektúr mætir fallegu umhverfi. Garðarnir sem umlykja hótelið eru sérlega gróðursælir með töfrandi blómum, ávöxtum og jurtum. 

Á hótelinu eru tvær sundlaugar, tennisvöllur, krakkaklúbbur og bíósalur fyrir börnin. Því er óhætt að segja að hótelið bjóði upp á eitthvað fyrir alla.

Garðarnir sem umlykja hótelið eru sérlega gróðursælir og fallegir.
Garðarnir sem umlykja hótelið eru sérlega gróðursælir og fallegir. Ljósmynd/Booking.com

Octant Praia Verde

Hótelið er staðsett í sjávarbænum Castro Marim og hefur mikinn sjarma. Börnin geta notið sín í leikherbergjum og bíósal hótelsins á meðan fullorðna fólkið getur notið andrúmsloftsins sem er í senn afslappað og nærandi.

Hótelið er afar stílhreint og býður upp á afþreyingu fyrir …
Hótelið er afar stílhreint og býður upp á afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Ljósmynd/Booking.com

Sublime

Hótelið er staðsett í Comporta og er jafn fallegt og umhverfið í kring. Hótelið þykir henta fyrir aðeins eldri börn enda býður það upp á flotta sundlaug, kajaka, reiðhjól og brimbretti við ströndina.

Í nokkra mínútna fjarlægð er reiðskóli Jose Ribeira þar sem öll fjölskyldan getur skemmt sér.

Sundlaugin á hótelinu er vægast sagt glæsileg.
Sundlaugin á hótelinu er vægast sagt glæsileg. Ljósmynd/Booking.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert