Safngestir verði að vera naktir á listsýningunni

Listasafnið MacLyon hefur sett þau skilyrði að safngestir afklæðist áður …
Listasafnið MacLyon hefur sett þau skilyrði að safngestir afklæðist áður en þeir halda inn á sýningu á safninu. Ljósmynd/Pexels/Luana Freitas

Næstkomandi fimmtudag verður haldin listsýning á franska samtímalistasafninu MacLyon í borginni Lyon. Til þess að komast inn á sýninguna þarf að uppfylla eitt heldur óhefðbundið skilyrði – þú verður að vera algjörlega nakin/n.

Viðburðurinn er sá fyrri af tveimur sem haldnir verða á safninu, sem er í Lyon, en sýningin fjallar um nærveru líkamans í verkum MacLyon-safnsins. Gestir verða að afklæðast áður en þeir ganga inn á safnið á 90 mínútna sýningu þar sem spjallað er um upplifunina yfir drykkjum.

Áhugavert að upplifa sýningu nakin/n

Sýningin miðar að því að hverfa frá hugmynd hins franska heimspekings Renés Descartes: „Ég hugsa, þess vegna er ég.“ Þess í stað er því haldið fram að við séum ofar líkama okkar og að engin „hrein“ hugsun sé aðskilin frá lífveru sem skynjar og upplifir.

„Hugmynd okkar er að efast um líkamann í tilteknu rými til að sjá hvernig líkamar hafa samskipti við aðra líkama,“ sagði talsmaður listasafnsins í samtali við The Times. „Það er áhugavert að upplifa sýningu algjörlega nakin/n. Það gerir að verkum að við einbeitum okkur að eigin skynjun á okkur sjálfum,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert