Steiney fagnaði ástinni í Túnis

Steiney Skúladóttir hefur verið dugleg að ferðast það sem af …
Steiney Skúladóttir hefur verið dugleg að ferðast það sem af er þessu ári. Samsett mynd

Steiney Skúladóttir, Reykjavíkurdóttir, spunaleikkona og sketsahöfundur með meiru, hefur verið á ferð og flugi síðastliðna mánuði og deilt ævintýralega skemmtilegum myndum af sér á samfélagsmiðlum, víðs vegar um heim.

Leikkonan heimsótti höfuðborg Brasilíu, Rio de Janeiro, og tók þátt í stærsta partýi veraldar, Carnival, kafnaði úr hita í Úrúgvæ, horfði á eldheitan tangó í Argentínu og gekk berfætt um í Síle. 

Steiney flaug einnig til Túnis í Norður-Afríku til þess að vera viðstödd brúðkaup vinahjóna sinna, Önnu Töru Andrésdóttur og Oussama. Hún deildi herlegheitunum á Instagram og var gleðin áberandi við völd. 
mbl.is