5 bestu vatnsrennibrautagarðarnir í Evrópu

Að mati margra er ferð í vatnsrennibrautagarð ómissandi hluti af …
Að mati margra er ferð í vatnsrennibrautagarð ómissandi hluti af skemmtilegu fríi. Samsett mynd

Vatnsrennibrautagarðar eru mikil skemmtun fyrir alla fjölskylduna, enda óneitanlega hressandi að renna sér niður háa rennibraut og keyra adrenalínið aðeins upp í hitanum. Það eru fjölmargir skemmtilegir vatnsrennibrautagarðar í Evrópu, en þar má meðal annars finna garð sem þykir sá besti á heimsvísu.

Ferðavefur mbl.is tók saman fimm bestu vatnsrennibrautagarðana í Evrópu. 

Siam Park á Tenerife, Spáni

Siam Park er töfrandi vatnsrennibrautagarður sem staðsettur er á uppáhaldsáfangastað landans, Tenerife á Spáni. Hann hefur verið valinn besti vatnsrennibrautagarður heims síðastliðin fimm ár af Tripadvisor.

Siam Park er staðsettur á Tenerife, Spáni.
Siam Park er staðsettur á Tenerife, Spáni. Skjáskot/Instagram

Aqualand á Majorka, Spáni

Aqualand í Majorka er hin fullkomni staður þar sem öll fjölskyldan getur skemmt sér saman. Þar eru rennibrautir og öldulaugir fyrir þá djörfustu en einnig nuddpottur fyrir þá sem eru í leit að slökun og ró. 

Aqualand er staðsett á Majorka, Spáni.
Aqualand er staðsett á Majorka, Spáni. Skjáskot/Instagram

Aquafollie í Caorle, Ítalíu

Vatnsrennibrautagarðurinn er staðsettur í bænum Caorle á Ítalíu. Það eru ekki margar stórar rennibrautir í garðinum, en yngstu börnin munu þó kunna sérstaklega að meta hann þar sem Aquafollie er sérstaklega hannaður til að vera barnvænn.

Aquafollie er staðsettur í Caorle á Ítalíu.
Aquafollie er staðsettur í Caorle á Ítalíu. Skjáskot/Instagram

WaterPark á Rhodes, Grikklandi

Ef þú ert á Rhodes í Grikklandi er tilvalið að heimsækja þennan vatnsrennibrautagarð og eyða degi fullum af skemmtun og adrenalíni þar. Það er mikið úrval af rennibrautum í garðinum í öllum stærðum, en þar að auki er nóg af svæðum þar sem yngstu börnin geta notið sín. 

Garðurinn er staðsettur á Rhodes í Grikklandi.
Garðurinn er staðsettur á Rhodes í Grikklandi. Skjáskot/Instagram

Lalandia Aquadome í Billund, Danmörku

Vissir þú að það væri vatnsrennibrautagarður í Danmörku? Lalandia Aquadome er staðsett í Billund og er stærsti vatnsrennibrautagarðurinn í Skandinavíu. Það er suðræn stemning í garðinum þar sem pálmatré og litríkar rennibrautir gleðja gesti.

Lalandia Aquadome er staðsett í Billund, Danmörku.
Lalandia Aquadome er staðsett í Billund, Danmörku. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert