Beggi Ólafs kom mömmu sinni í opna skjöldu

Bergsveinn Ólafsson skellti sér í fallhlífarstökk á dögunum.
Bergsveinn Ólafsson skellti sér í fallhlífarstökk á dögunum.

Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, kom mömmu sinni verulega á óvart á dögunum með símtali sem fæstir gætu undirbúið sig undir.

Beggi er búsettur í Los Angeles í Kaliforníu þar sem hann stundar doktorsnám í jákvæðri sálfræði. Hann ákvað á dögunum að stíga út fyrir þægindarammann og skellti sér í fallhlífarstökk. 

Í kjölfarið birti hann myndaröð á Instagram, en þar er meðal annars að finna myndskeið af símtali Begga til mömmu sinnar sem kom henni algjörlega í opna skjöldu. 

„Nei ég trúi þessu ekki!“

„Hæ mamma. Ég vildi bara láta þig vita að ég ætla í fallhlífarstökk og ég vildi láta þig vita að ég elska þig áður en ég stekk úr flugvélinni,“ sagði Beggi við mömmu sína á ensku. Henni var eðlilega brugðið: „Nei ég trúi þessu ekki!“

Beggi tjáði mömmu sinni svo að hann hefði nú þegar farið í fallhlífarstökkið, en henni virtst vera létt við þær fréttir. Af myndum að dæma þótti Begga upplifunin frábær, en hann birti einnig myndskeið frá stökkinu sjálfu. 



 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert