Star Wars-hóteli lokað innan við tveimur árum eftir opnun

Nú fer hver að verða síðastur til að gista á …
Nú fer hver að verða síðastur til að gista á Star Wars-hótelinu í Orlando. Ljósmynd/Skjáskot DisneyWorld

Disney hefur ákveðið að loka Star Wars-hótelinu Galactic Starcruiser eftir minna en tvö ár í rekstri. Dýr gistingin og tveggja sólarhringa skyldudvöl virðist ekki hafa höfðað til margra.

Hótelið opnaði í marsmánuði 2022 í grennd við Disney World í Orlando, Flórída. Dvölin kostaði um 170 þúsund á mann fyrir tveggja daga gagnvirka dvöl með öllu inniföldu, þar sem gestir höfðu samskipti við persónur úr Star Wars og nutu leikja, matar og drykkjar í anda sögunnar.

Nú hefur verið ákveðið að loka hótelinu og munu síðustu gestirnir skrá sig út í september á þessu ári.

Misjafnar viðtökur

Samkvæmt Hollywood Reporter er hótelið með 4,5 í meðaleinkunn á Tripadvisor, sem þykir nokkuð gott. Hins vegar er vakin athygli á því að hótelið fær einungis 43 ummæli. Meðal gesta sem nutu ekki dvalarinnar á hótelinu var einn sem lýsti upplifuninni eins og að vera í fangelsi.

Annar gestur sagði að hann hefði verið féflettur. Lýsir hann því að þau hafi þurft að eyða mestum tímanum í símanum til að taka þátt í hlutverkaleikjunum og að hótelið hafi einnig verið mjög lítið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert