Fallegustu þorpin í Evrópu

Fallegustu þorp í Evrópu.
Fallegustu þorp í Evrópu. Samsett mynd

Falleg þorp er að finna víða um heim, uppfull af töfrum, hrífandi litum, stórbrotnu útsýni og hreinni fegurð. Sjarmi gömlu evrópsku þorpanna hefur heillað ferðalanga um árabil og eru mörg af afskekktustu þorpum Evrópu orðnir fjölsóttir ferðamannastaðir í dag. 

Tellaro, Ítalía

Þorpið er samkvæmt sérfræðingum eitt best geymda leyndarmál Ítalíu og einn fallegasti staður þjóðarinnar. Tellaro er völundarhús af litlum stígum og göngum sem eru flest of freistandi til að ferðast ekki um. Þar sem þorpið er lítið þá er auðvelt að rata aftur á torgið sem liggur í miðju bæjarins. Eftir örfáa daga muntu þekkja og elska hvern einasta krók og kima. 

Fegurð Tellaro er óumdeilanleg.
Fegurð Tellaro er óumdeilanleg. Ljósmynd/Luca Bravo

Bibury, England

Bibury er heillandi þorp í hjarta Cotswolds með fallegum sumarhúsum og ánni Coln. Það er frægt fyrir að vera heimili Arlington Row, sem margir þekkja af póstkortum og ljósmyndum enda sögufræg húsaröð frá 14. öld. 

Það er gamaldags sjarmi yfir bænum Bibury.
Það er gamaldags sjarmi yfir bænum Bibury. Ljósmynd/Magda Vrabetz

Hallstatt, Austurríki

Bærinn líkist sviðssenu úr hrífandi Disney-mynd þegar allir bæjarbúar byrjar að syngja og dansa af kæti á bæjartorginu. Hallstatt er umvafið tignarlegum fjöllum, stórbrotinni náttúru og litríkum byggingum. Bærinn er þekktur fyrir framleiðslu sína á salti, allt frá forsögulegum tímum og til dagsins í dag. 

Bæjartorgið í Hallstatt.
Bæjartorgið í Hallstatt. Ljósmynd/Zeynep Öztürk

Colmar, Frakkland

Frönsk og þýsk áhrif eru áberandi vel varðveitt í þessum fallega þorpi í Frakklandi. Lókal bakarí selja bæði franskt croissant og þýskt kugelhopf og veitingastaðir sérhæfa sig í foie-gras og súrkáli (e. choucroute). Í bænum er að sjá bland af byggingarstílum, allt frá þýsk gotneskum yfir í franskan nýbarokkstíl.

Falleg menningarblanda í Colmar.
Falleg menningarblanda í Colmar. Ljósmynd/Vered Caspi

Albarracín, Spánn

Bærinn er svo sannarlega einstakur. Að ferðast um götur Albarracín er eins og að ferðast aftur til miðalda. Okkur-litaða steinturna, kastala og kapellur er að finna á hverju horni en það er með elstu litarefnum sem mannkyn hefur notað. Hátt yfir bæinn stendur dómkirkjan sem er byggð í dæmigerðum Mudéjar-stíl. 

Albarracín er án efa einstakur bær.
Albarracín er án efa einstakur bær. Ljósmynd/Eduardo Casajús Gorostiaga

Reine, Noregur

Útsýnið í Reine er algjörlega sér á parti og því ómissandi fyrir ljósmyndaáhugamenn. Í þessu fallega litla sjávarþorpi er magnað dýralíf og hefur bærinn breytt gömlu rauða sjómannakofunum í fallegar gistiaðstöður fyrir ferðamenn. 

Útsýnið í Reine er ólíkt öllu öðru.
Útsýnið í Reine er ólíkt öllu öðru. Ljósmynd/Ben Wicks
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert