Kærasta Beckhams í útilegu eins og sannur Íslendingur

Mia Regan er hér fyrir miðju.
Mia Regan er hér fyrir miðju.

Fyrirsætan Mia Regan skellti sér í útilegu með íslenska útivistarmerkinu 66°Norður í Wales á dögunum. Í útilegunni var sérstök útihátíðarlína prufukeyrð. Regan sem er andlit vörulínunnar var í góðum félagsskap í útilegunni en kærastinn, stjörnusonurinn Romeo Beckham, var vant við látinn. 

Þar sem þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er ekki fyrr en eftir rúmlega tvo mánuði var næstbesti áfangastaðurinn valinn, Wales. Útihátíðir eru líka vinsælar í Bretlandi og var ferðin til að kynna klassísk íslensk útihátíðarföt. 

Vörulínan var sérstaklega hönnuð fyrir Selfridges og verður einungis fáanleg þar. Romeo Beckham gat ekki fengið frí á æfingu hjá knattspyrnuliðinu Brentford til að fara í útileguna. Hann mætti hins vegar til að styðja sína konu fyrir fram verslun 66°Norður á Regent Street í Lundúnum í gær. Regan hannaði gluggaútstillingu í verslun 66°Norður og sá um listræna stjórnun á herferðinni sem 66°Norður gerði fyrir samstarfslínu þeirra með Selfridges.

mbl.is