Er þetta fallegasta kaffihús á Spáni?

Kaffihúsið La Papa í Barcelona býður upp á einstaka upplifun, …
Kaffihúsið La Papa í Barcelona býður upp á einstaka upplifun, bæði fyrir augað og bragðlaukana. Samsett mynd

Kaffihúsið La Papa í Barcelona hefur slegið rækilega í gegn á samfélagsmiðlum undanfarið, en kaffihúsið er að mati margra eitt það fallegasta á Spáni. 

La Papa er staðsett í einstöku hönnunarrými sem einkennist af mjúkum ávölum línum, fallegum formum og látlausri litapallettu. Naumhyggja er í forgrunni í hönnun rýmisins þar sem fallegt bakkelsi fær að njóta sín til fulls. 

Hollur, ljúffengur og fallegur matur

Kaffihúsið gleður þó ekki aðeins augað heldur líka bragðlaukana. Þar er boðið upp á hollan mat og bakkelsi úr gæða hráefni, en til að toppa þetta allt saman eru réttirnir hver öðrum fallegri. 

Undanfarið hefur kaffihúsið fengið mikla athygli á samfélagsmiðlinum TikTok og ratar iðulega á lista yfir ómissandi hluti til að upplifa í Barcelona. 

@emitaz You wanted more Barcelona recommendations, here we go! 🥰🥰 One of my fav brunch spots! #barcelona #ootd ♬ original sound - Yo
mbl.is