Himalajafjöllin eins og „risastór ruslatunna“

Átakanlegt myndskeið frá Makalu í Himalajafjöllum hefur vakið mikla athygli …
Átakanlegt myndskeið frá Makalu í Himalajafjöllum hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Samsett mynd

Á dögunum birtist átakanlegt myndskeið sem afhjúpaði hræðilega umgengni fjallgöngufólks á Himalajafjöllunum. Myndskeiðið var tekið á Makalu, fimmta hæsta tindi heims, en Luc Boisnard segir fjallgöngufólk hafa breytt Himalajafjöllunum í „risastóra ruslatunnu.“

Á síðustu árum hefur orðið sífellt vinsælla að klífa fjöllin, en auknum fjölda ferðamanna fylgir aukið rusl sem hefur skaðleg áhrif á náttúruna og þá sem búa í og við fjöllin. Fyrir nokkrum árum síðan tók Boisnard þátt í herferð þar sem 3,7 tonn af rusli voru hreinsað af Makalu og Annapurna. 

Í kjölfarið stofnaði hann Himalayan Clean-up í von um að vekja athygli á menguninni í fjöllunum. 

45% af ruslinu plast

Upptökur Boisnards og teymi hans á Makalu hefur farið eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum, en þar sjást þeir ganga í gegnum hrúgu af rusli og óhætt að segja að svæðið líkist helst ruslahaugum. 

„Á bak við hvern stein finnur þú fullt af súrefnisflöskum, dósum, dúkum og skóm. Það er virkilega skelfilegt,“ skrifaði hann, en um 45% af ruslinu er plast.

mbl.is