Trylltar sveitavillur á Íslandi

Það vantar ekki upp á lúxusinn í þessum fallegu sveitavillum.
Það vantar ekki upp á lúxusinn í þessum fallegu sveitavillum. Samsett mynd

Víðsvegar um landið má finna tignarlegar sveitahallir, eða villur eins og þær eru gjarnan kallaðar. Það sem einkennir slíkar hallir er oftar en ekki stærð þeirra og mikið lúxus yfirbragð sem þær hafa. 

Ferðavefur mbl.is rakst á nokkrar trylltar sveitahallir á Íslandi sem eru til útleigu á bókunarvef Airbnb. Allar eiga þær það sameiginlegt að vera umkringdar fallegri íslenskri náttúru.

Hönnunarvilla í Kjósarhrepp

Þessi guðdómlega sveitahöll var áður gamall sveitabær en hefur nú fengið allsherjar yfirhalningu og óhætt að segja að útkoman sé glæsileg. Það er notalegur blær yfir eigninni sem stendur á sjarmerandi stað í Kjósarhrepp umkringd fallegri náttúru.

Þess má geta að villan fór með hlutverk í lokaþátt The Bachelor árið 2022 og hefur einnig fengið umfjöllun í ferðatímaritinu Travel and Leisure.

Ljósmynd/Airbnb.com

Útsýnisvilla í Hvammsvík

Þessa sjarmerandi útsýnisvillu er að finna í Hvammsvík í Kjósarhrepp, en hún býður upp á guðdómlegt útsýni enda nóg um stóra glugga. Eignin hefur verið innréttuð á afar skemmtilegan máta þar sem gamalt og nýtt mætist og býr til notalega stemningu. 

Alls eru þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi í villunni, en þar er gistipláss fyrir allt að sex gesti hverju sinni. 

Ljósmynd/Airbnb.com

Lúxusvilla við Álftavatn

Þessi lúxusvilla er staðsett á Suðurlandi og stendur á bökkum Álftavatns, en frá húsinu er guðdómlegt útsýni yfir vatnið og fjöllin. Sjarmerandi arinn setur sterkan svip á eignina sem státar af stórum gluggum og góðri lofthæð. 

Alls eru fimm svefnherbergi og tvö baðherbergi í eigninni, en þar geta allt að 11 gestir gist hverju sinni.

Ljósmynd/Airbnb.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert