Ellý Ármanns orðin flugfreyja

Ellý Ármannsdóttir mun fljúga um loftin blá í sumar.
Ellý Ármannsdóttir mun fljúga um loftin blá í sumar. Ljósmynd/Samsett

Ellý Ármannsdóttir varð landsþekkt á sínum tíma þegar hún var þula hjá Ríkissjónvarpinu. Síðar hóf hún störf í fjölmiðlum og vann meðal annars á mbl.is. Eftir að hafa komið víða við í fjölmiðlum, málað myndir, kennt leikfimi og spáð í spil og stjörnurnar hefur hún nú lokið flugfreyjunámskeiði hjá Iclelandir. Hún mun fljúga um loftin blá fyrir hönd félagsins í sumar. 

„Ég er 53 ára og í dag rættist draumur minn. Mamma mín Bjargey Elíasdóttir starfaði sem flugfreyja hjá Icelandair og Ingunn amma mín var þerna á Hótel Loftleiðum lengi vel,“ skrifar Ellý á facebooksíðu sína. 

Farþegar flugfélagsins eiga án efa eftir að verða kátir með þessa ráðningu þar sem Ellý hefur einstaklega góða nærveru og seiðandi rödd. Þar sem Ellý er innanborðs  þar er stuð! 

mbl.is