6 ódýrustu borgarferðirnar í Evrópu

Þetta eru ódýrustu borgarferðirnar í sumar.
Þetta eru ódýrustu borgarferðirnar í sumar. Samsett mynd

Borgarferðum fylgir oft heldur hár verðmiði, enda fylgir þeim gjarnan mikil upplifun þar sem ferðalangar fá ævintýralega innsýn í menningu, sögu, arkitektúr og matarsenu svo eitthvað sé nefnt.

Hins vegar þurfa ferðalög í áhugaverðar borgir ekki að tæma bankareikninginn, en ferðavefur Condé Nast Traveller tók nýverið saman gögn úr rannsókn og birti yfirlit yfir ódýrustu borgarferðir Evrópu í sumar. 

1. Lissabon í Portúgal

Höfuðborg Portúgals er ódýrasta evrópska borgin fyrir sumarið 2023 þökk sé girnilegri matarsenu á viðráðanlegu verði, ódýrum samgöngum og síðast en ekki síst – ódýrum bjór!

Ljósmynd/Unsplash/Katya Shkiper

2. Vilníus í Litháen

Því næst er það Vilníus, höfuðborg og stærsta borg Litháens. Þar er ýmislegt að gera og sjá, þar á meðal má nefna nútímalistasafnið MO, gönguferðir um gamla bæinn og ferðir í loftbelg.

Ljósmynd/Pexels/Jovydas Pinkevicius

3. Kraków í Póllandi

Kraków er önnur stærsta borg Póllands, en hún er í suðurhluta landsins við ána Vislu. Þar er milt hitastig yfir sumarmánuðina, en meðalhitinn er um 18,5°C.

Ljósmynd/Unsplash/Svitlana

4. Aþena í Grikklandi

Fjórða ódýrasta borgarferðin er til Aþenu í Grikklandi. Hótel í Aþenu þykja sérlega góð og á viðráðanlegu verði.

Ljósmynd/Unsplash/Nomadic Julien

5. Riga í Lettlandi

Næst á listanum er Riga í Lettlandi, en þar geta ferðalangar upplifað girnilega en ódýra matarsenu, magnaðan arkitektúr og áhugaverða sögu.

Ljósmynd/Unsplash/Doku Pauls

6. Portó í Portúgal

Portó er önnur stærsta borg Portúgals, staðsett í norðurhluta landsins við bakka Douro-árinnar. Þar geta ferðalangar upplifað hina fullkomnu blöndu af strand- og borgarferð.

Ljósmynd/Unsplash/Eduardo Muniz
mbl.is