Love is Blind-kynnarnir fóru í fjölskyldufrí til Mexíkó

Hjónin nutu sín ásamt þremur börnum sínum í Mexíkó.
Hjónin nutu sín ásamt þremur börnum sínum í Mexíkó. Samsett mynd

Hjónin og Love is Blind-kynnarnir, Nick og Vanessa Lachey, eyddu dásamlegum og sólríkum dögum ásamt börnum sínum þremur í Cabo San Lucas í Mexíkó. 

Vanessa birti fallega mynd af fjölskyldunni á Instagram fyrr í vikunni en þar má sjá þau berfætt í sandinum, börnin brosandi og foreldrana að stelast í koss. Þáttastýran skrifaði við myndina: „Ég elska ykkur! Við erum að taka okkur mjög svo þarft fjölskyldufrí. Takk, Cabo, fyrir allar minningarnar. Nú er það næsta stopp.“

Fylgjendur stjarnanna óskuðu margir hverjir fjölskyldunni góðrar ferðar á samfélagsmiðlinum. „Njótið fjölskyldustundarinnar.“ „Elska fallegu fjölskylduna þína. Trúi vart hvað börnin eru orðin stór.“ „Góðar stundir, kæra fjölskylda.“

Lachey–hjónin giftu sig árið 2011 og eiga saman synina Camden, tíu ára og Phoenix, sex ára ásamt dótturinni Brooklyn, átta ára. Nick Lachey var áður giftur poppstjörnunni Jessicu Simpson í fjögur ár. 

mbl.is