Hamingjusamlega gift en ferðast ein

Farrah Storr fjallar um þörfina til að ferðast ein síns …
Farrah Storr fjallar um þörfina til að ferðast ein síns liðs. Skjáskot/Instagram

„Við vorum nýgift þegar hann sagði mér að ég þyrfti að vita eitt um hann. Hann myndi aldrei hætta að ferðast einn. Þetta var ekki hótun, bara staðreynd,“ segir blaðamaðurinn Farrah Storr í ferðatímariti The Times.

Eiginmaður Storr er einnig blaðamaður sem fær vegna starfs síns að ferðast á framandi slóðir.

„Vegabréfið hans er fullt af stimplum frá öllum heimshornum. Ég hélt að tilgangurinn væri að sjá heiminn en seinna uppgötvaði ég að þetta var hans leið til þess að vera einn. Ég hélt að þegar hann hætti að starfa sem blaðamaður og fór að skrifa eigin bækur þá myndu ferðalögin hætta. En þau gerðu það ekki.

„Sem rithöfundur var hann meira heima og þurfti þar af leiðandi að komast meira af heimilinu. Hann fór til dæmis til Balí til þess að klára bókina sína og varði heilum mánuði á Indlandi til að fá innblástur fyrir næstu bók.“

„Ég skildi þetta ekki í fyrstu og margir í kringum mig höfðu áhyggjur. Gift fólk ferðast ekki eitt. Hjónaband er um það að vera saman. Loks stakk hann upp á að ég gerði þetta líka. Ég hef farið í heilsulindir og dvalið í París. Það er áskorun að vera einn allan tímann en maður öðlast ákveðna hvíld og þarf ekki að gera málamiðlanir með daginn sinn.“

„Það að ferðast einn er mikilvægt fyrir sjálfsöryggið. Maður lærir að þekkja sig á nýjan hátt. Þú veist hver þú ert og það er mikilvægt í öllum hjónaböndum.“

Góð ráð þegar maður ferðast einn:

  1. Bóka borð í kringum 18:30 áður en veitingastaðurinn verður of troðinn. Þá er líklegra að maður fái gott borð og sé ekki bara troðið einhvers staðar úti í horni.
  2. Heyrnartól til þess að forðast að lenda á spjalli t.d. í lestum.
  3. Nota snjalltækin til þess að deila staðsetningu sinni.
  4. Bóka hótelherbergi fyrir tvo til þess að tryggja að maður fái betra herbergi.
  5. Vertu sveigjanlegur. Ekki bóka of mikið af hlutum að gera. Stundum veit maður ekki hvað maður vill gera fyrr en maður er kominn þangað.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert