Fáklædd um borð í lúxussnekkju

Doja Cat vekur athygli hvar sem hún kemur, hvort það …
Doja Cat vekur athygli hvar sem hún kemur, hvort það er í fríi í Mexíkó eða á rauða dregli Met Gala. Samsett mynd

Bandaríska söngkonan Doja Cat klæddist efnislitlu bikiníi á ferðalagi sínu um Los Cabos fyrr í vikunni. Hún dvelur ásamt kærasta sínum, grínistanum J. Cyrus, á lúxussnekkju og virðist parið vera að njóta hverrar sekúndu af munaðarlífinu í Mexíkó.

Myndir náðust af Doja Cat og Cyrus á miðvikudag. Myndirnar, sem birtust á vef Page Six, sýna parið í innilegum faðmlögum, sólbaði, saman á sæþotu og að kæla sig niður með sumarkokteilum.

Doja Cat, sem er 27 ára, fór ekki leynt með línurnar í appelsínugulu bikiníi, en hún hefur verið ófeimin við að sýna líkama sinn eftir að hún undirgekkst fitusog og brjóstaminnkun fyrr á þessu ári. 

mbl.is