Linda Ben fagnar pappírsbrúðkaupi á Krít

Linda Ben er ástfangin á Krít.
Linda Ben er ástfangin á Krít. Skjáskot/Instagram

Linda Benediktsdóttir, matarbloggari og athafnakona, er stödd ásamt eiginmanni sínum, Ragnari Einarssyni, í pappírsbrúðkaupsferð á eyjunni Krít í Grikklandi. Parið gekk í hnapphelduna á Ítalíu fyrir einu ári síðan og var brúðkaupsdagurinn einstaklega fallegur.

Linda birti myndaseríu á Instagram-síðu sinni í morgun, en þar sjást hjónin njóta stunda á töfrandi stað, draumi líkast. 

„Pappírsbrúðkaupsferð drauma minna,” skrifar matarbloggarinn við færsluna.

Fyrr í sumar fóru hjónin í brúðkaupsferð til Majorka og greinilegt að þau njóta sín vel á sólríkum stöðum. 

Linda heldur úti vinsælli Instagram-síðu, en yfir 32.000 manns fylgjast með henni töfra fram ómótstæðilega rétti.

mbl.is