Hilary Duff í foreldrafríi í Mexíkó

Hjónin eru svo sannarlega að njóta.
Hjónin eru svo sannarlega að njóta. Samsett mynd

Fyrrverandi barnastjarnan Hilary Duff er að njóta síðustu daga sumarsins ásamt eiginmanni sínum, Matthew Koma. Hjónin eru stödd í Mexíkó í sannkölluðu lúxus foreldrafríi. 

Duff er dugleg að deila myndum á samfélagsmiðlum og hefur hún leyft tæplega 27 milljónum fylgjenda sinna að ferðast með þeim hjónum í gegnum skjáinn. Leikkonan hefur birt myndir frá ströndinni, af parinu að njóta við sundlaugarbakkann og frá ljúfri kokteilstund við sólsetur. Það er því greinilegt að um vellíðunarferð sé að ræða.  

View this post on Instagram

A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff)

Duff giftist Koma árið 2019 og eiga hjónin tvær dætur, Banks Violet og Mae James. Er þetta annað hjónaband leikkonunnar, en hún var áður gift Mike Comrie og á með honum einn son, Luca Cruz.

View this post on Instagram

A post shared by Hilary Duff (@hilaryduff)

Leikkonan fór með hlutverk í bandarísku þáttaseríunni How I Met Your Father, en þeir voru nýverið teknir af dagskrá eftir aðeins tvær seríur. 

View this post on Instagram

A post shared by Hulu (@hulu)

mbl.is