Þrjú flottustu hótelin í Istanbúl

Það eru mörg glæsileg hótel í Istanbúl.
Það eru mörg glæsileg hótel í Istanbúl. Skjáskot/Instagram

Istanbúl er borg sem hefur fangað hjörtu marga sem ferðast þangað. Heimamenn eru annálaðir fyrir gestrisni og vingjarnlegheit. Menningin er framandi, maturinn góður og verðlagið hagstætt. Margir hafa því kosið að fara þangað í helgarferðir enda sólardagar þar fleiri en á Íslandi.

Borgin státar af mörgum flottum hótelum sem vert er að kynna sér ef stefnan er tekin þangað. Má sem dæmi nefna hið sögufræga hótel Pera Palace sem var í miklu uppáhaldi hjá glæpasagnadrottningunni Agöthu Christie en svíta 411 er nefnd í höfuðið á henni. Hótelið er hannað í Art Nouveau stílnum og er einstaklega sjarmerandi. Það er vel þess virði að heimsækja hótelið í mat eða drykk jafnvel þótt ekki sé gist þar.

Eins má nefna Georges Hótelið sem vakið hefur mikla athygli fyrir flotta hönnun og þaksvalir sem hægt er að horfa á stórbrotið útsýni yfir borgina. Um er að ræða eina lúxushótelið í Tyrklandi sem hefur hlotið viðurkenninguna „Heimsins besta viðskipahótel“ hjá tímaritinu Wallpaper árið 2012 og hefur alla tíð verið ofarlega á öllum listum Condé Nast Traveller.

Hótelið er staðsett í gömlu evrópsku hverfi í Istanbúl og er í gamalli endurbættri byggingu frá 1882. Skammt frá eru þekktir ferðamannastaðir á borð við Genovese Galata turninn.

1. Pera Palace Hotel

Hótelið var byggt 1892 og er annálað fyrir magnaðan arkitektúr í Art Nouveau stílnum. Gestir hótelsins hafa verið stjörnur á borð við Zsa Zsa Gabor, Ernest Hemingway og Agatha Christie.

Pera Palace í Istanbúl er draumi líkast og vert að …
Pera Palace í Istanbúl er draumi líkast og vert að gera sér ferð þangað til að skoða. Skjáskot/Instagram
Margar stjörnur hafa gist á þessu sögufræga hóteli.
Margar stjörnur hafa gist á þessu sögufræga hóteli. Skjáskot/Instagram

2. Georges Hotel

Hótel sem leggur upp úr persónulega þjónustu og býður upp á stórbrotið útsýni af veitingastað sem staðsettur er uppi á þaksvölum. Herbergin eru stílhrein í evrópskum anda og nóttin þar kostar frá 30 þúsund krónum.

Veitingastaðurinn á þaki Georges hótelsins í Istanbúl.
Veitingastaðurinn á þaki Georges hótelsins í Istanbúl. Skjáskot/Instagram
Herbergin eru stílhrein og falleg.
Herbergin eru stílhrein og falleg. Skjáskot/Instagram

3. The Stay Bosphorus

Gæðahótel sem hannað var af hinni virtu hönnunarstofu The Autoban. Útsýnið úr herbergjunum er frábært og hverfið skemmtilegt. Nóttin kostar frá 40 þúsund krónum.

Útsýnið er fallegt.
Útsýnið er fallegt. Skjáskot/Instagram
Hægt er að horfa yfir hafið úr veitingastaðnum.
Hægt er að horfa yfir hafið úr veitingastaðnum. Skjáskot/Instagram
mbl.is