Charlene prinsessa af Mónakó er farin aftur til Suður-Afríku ein síns liðs. Þetta er í fyrsta skipti sem hún ferðast þangað eftir að hafa dvalið þar mánuðum saman meðan hún var að glíma við alvarleg veikindi árið 2021.
Charlene var viðstödd opnunarathöfn vatnshjólreiðakeppni í Suður-Afríku sem safnar fjárframlögum sem renna til góðgerðamála sem styðja við sundkennslu barna.
Albert fursti af Mónakó ákvað að vera eftir í Mónakó og hefur sést sinna konunglegum skyldum sínum með börnunum þeirra tveimur, Jacques og Gabríellu sem eru átta ára gömul.