Ísland í fyrsta sæti fyrir konur sem ferðast einar

Konur eru sagðar vera öruggar á Íslandi.
Konur eru sagðar vera öruggar á Íslandi. Unsplash.com/Cassidy Dickens

Ísland er efst á lista hjá tímaritinu Good Houskeeping yfir þá áfangastaði sem taldir eru bestir fyrir konur sem ferðast einar. 

Ýmis atriði voru höfð í huga við gerð listans eins og til dæmis hversu öruggir áfangastaðirnir eru og hvort yfirvöld hafi gefið út einhvers konar ferðaviðvaranir eða ráðleggingar.

„Ísland er eitt friðsælasta land í heimi samkvæmt Global Peace Index. Bandarísk yfirvöld hafa meira að segja sagt að glæpatíðni á Íslandi sé lág. Ísland státar af mikilli náttúrufegurð eins og til dæmis svörtum söndum, Bláa lónið, ísjaka, heita hveri og margt fleira. Það er náttúrlegt að velja Ísland sem áfangastað,“ segir í umfjöllun Good Housekeeping.

Önnur lönd sem komast á listann eru til dæmis Spánn, Danmörk, Króatía, Kosta ríka, Írland, Austurríki, Taívan og Rúanda.

mbl.is