Klifraði upp eftir veggnum á Hotel de Rome í inniskóm

Leikarinn Jared Leto tekur upp á ýmsu.
Leikarinn Jared Leto tekur upp á ýmsu. AFP

Bandaríski leikarinn Jared Leto kom sér í hættulegar aðstæður á þriðjudag þegar hann byrjaði að klifra upp eftir veggnum á Hotel de Rome í Berlín án nokkurs öryggisbúnaðar og íklæddur inniskóm. 

Leto, 51 árs, laðaði til sín góðan hóp áhorfenda enda ekki á hverjum degi sem fólk verður vitni af Óskarsverðlaunaleikara í fríklifri. Ástæða Letos fyrir gjörningnum er óljós en margir telja að leikarinn hafi verið að undirbúa sig fyrir tökur á nýrri kvikmynd eða tónlistarmyndbandi þar sem hann sást ræða við fólk stuttu áður en hann byrjaði. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem leikarinn framkvæmir slíkan gjörning, en Leto klifraði sama hótelvegg í júní á þessu ári og kom sér einnig í hættu þegar hann tók upp á því að príla vegg í París. 

Leto hefur gaman að lífinu.
Leto hefur gaman að lífinu. Skjáskot/Instagram

Klifur er mikil ástríða hjá Leto, en árið 2020 lenti hann í að falla næstum 180 metra þegar öryggisbeislið hans byrjaði að gefa sig í klifurferð um Red Rock í Nevada ásamt atvinnuklifurmanninum Alex Honnold. Leikarinn hefur þó ekki gefið ástríðuna upp á bátinn og virðist nýta hvert tækifæri til að klifra.

View this post on Instagram

A post shared by JARED LETO (@jaredleto)

View this post on Instagram

A post shared by JARED LETO (@jaredleto)

View this post on Instagram

A post shared by JARED LETO (@jaredleto)
mbl.is