55 ára og ætlar aldrei að hætta að deila bikinímyndum

Donna D'Errico lætur neikvæð ummæli ekki stoppa sig.
Donna D'Errico lætur neikvæð ummæli ekki stoppa sig. Samsett mynd

Fyrrverandi Baywatch-sjarnan Donna D'Errico skildi lítið eftir fyrir ímyndunaraflið í nýjustu Instagram-færslu hennar þar sem hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún ætli aldrei að hætta að deila bikinímyndum. 

D'Errico hefur hlotið mikla gagnrýni á Instagram fyrir að deila djörfum myndum af sér léttklæddri og sumir segja hana of fullorðna til að deila slíku efni. Hún lætur ummæli fólks þó ekki stoppa sig og deildi á dögunum sjóðheitum myndum af sér í efnislitlu bláu bikiníi. 

Þrátt fyrir gagnrýnina hefur fyrirsætan notið mikilla vinsælda á Instagram og er með 2,3 milljónir fylgjenda á miðlinum. Miðilinn notar hún meðal annars til að auglýsa að nýtt efni sé komið á OnlyFans-reikning hennar.mbl.is
Loka