5 bæir sem mælt er með að heimsækja frekar en Reykjavík

Á Íslandi eru ótal fallegir bæir sem vert er að …
Á Íslandi eru ótal fallegir bæir sem vert er að heimsækja. Samsett mynd

Reykjavík er yfirleitt fyrsti áfangastaðurinn sem erlendir ferðalangar heimsækja þegar þeir koma til Íslands. Það er margt að gera og sjá í borginni en hins vegar er hætt við því að ferðamenn missi af fegurðinni og sjarmanum sem minni bæir og þorp á Íslandi hafa upp á að bjóða.

Ferðavefurinn The Travel tók saman lista yfir 10 íslenska bæi sem mælt er með að heimsækja frekar en Reykjavík. 

1. Hofsós

Hofsós er á Höfðaströnd við austanverðan Skagafjörð og trónir á toppi listans, aðallega vegna sundlaugarinnar sem veitir gestum guðdómlegt útsýni til sjávar og fjalla. Þá er einnig mælt með að fólk fari í hesta- og gönguferðir, heimsæki Vesturfarasetrið, fornbílasafnið og Grafarakirkju.

Frá sundlauginni er glæsilegt útsýni.
Frá sundlauginni er glæsilegt útsýni. mbl.is/Irja Gröndal

2. Djúpivogur

Á syðsta hluta Austurlands er að finna bæinn Djúpavog sem er í öðru sæti á listanum. Þar mætast náttúrufegurð, rík menningarsaga og spennandi útivist. Mælt er með að fólk eyði tíma í náttúrunni, fylgist með fuglalífinu, gangi um töfrandi landslagið og fari á veiðar.

Djúpivogur hefur mikinn sjarma.
Djúpivogur hefur mikinn sjarma. Ljósmynd/Unsplash/Héloïse Delbos

3. Grímsey

Næst á listanum er Grímsey, eyja sem er um 40 km norður af meginlandi Íslands og er nyrsta mannabyggð Íslands. Bent er á að aðeins sé hægt að komast á eyjuna með ferju eða flugi, en það sé vel þess virði fyrir afslappað andrúmsloft, náttúrufegurðina og notaleg kaffihús. Eyjan ætti líka að heilla fuglaáhugafólk upp úr skónum. 

Áhugafólk um fugla mun verða heillað af Grímsey.
Áhugafólk um fugla mun verða heillað af Grímsey. Ljósmynd/Unsplash/Paul Levesley

4. Flateyri

Flateyri er þorp á Vestfjörðum sem eru ofarlega á lista margra ferðamanna, enda sjarmerandi staður með fallegri náttúru. Mælt er með að skoða Gömlu bókabúðina, skella sér í sund, smakka sjávarfangið og fara á Dellusafnið.

Mikil náttúrufegurð umlykur Flateyri.
Mikil náttúrufegurð umlykur Flateyri. mbl.is/Sigurður Bogi

5. Dalvík

Í fimmt sæti listans er Dalvík við Eyjafjörð, enda sé þar hægt að njóta til hins ýtrasta í fallegri náttúru og með nóg af spennandi afþreyingu, allt frá hestaferðum til golfs. Þá er skíðasvæði Dalvíkur sérstaklega lofað.

Frá skíðasvæðinu í Dalvík.
Frá skíðasvæðinu í Dalvík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Loka