Missti fótlegginn í hákarlaárás en helgar líf sitt hákörlum

Mike Coots er heillaður af hákörlum.
Mike Coots er heillaður af hákörlum. Samsett mynd

Ljósmyndarinn Mike Coots lenti í miklum lífsháska þegar hann missti fótlegginn í hákarlaárás á Hawaii fyrir 26 árum. Coots varð fyrir miklu blóðtapi og var vart hugað líf, en tígrishákarl réðst á hann snemma morguns þegar hann fór út á brimbretti í Kauai. 

Í stað þess að þróa með sér fælni við ránfiskinn og sjóinn hefur hinn nú 44 ára gamli Coots helgað lífi sínu hákörlum og sérhæfir sig í að ljósmynda þá. Verk hans hafa hjálpað heiminum að öðlast frekari þekkingu og skilning á þessu oft misskilda dýri. 

Í nýrri bók sinni, Sharks Portraits, sýnir Coots stórbrotnar ljósmyndir af hákörlum og einblína þær á fegurð þessara einstöku dýra. Ljósmyndarinn hefur ferðast vítt og breitt um heiminn til að fanga myndir af hákörlum og farið í ótal köfunarleiðangra þar sem hann hefur synt við hlið þeirra.

View this post on Instagram

A post shared by Mike Coots (@mikecoots)

View this post on Instagram

A post shared by Mike Coots (@mikecoots)

View this post on Instagram

A post shared by Mike Coots (@mikecoots)

View this post on Instagram

A post shared by Mike Coots (@mikecoots)

View this post on Instagram

A post shared by Mike Coots (@mikecoots)






mbl.is