Inga Lind nýtur lífsins í sólríku Kaliforníu

Inga Lind Karlsdóttir hefur notið sín í hinni sólríku Kaliforníu …
Inga Lind Karlsdóttir hefur notið sín í hinni sólríku Kaliforníu undanfarna daga. Samsett mynd

Inga Lind Karlsdóttir, framleiðandi og fjölmiðlakona, hefur notið lífsins í hinni sólríku Kaliforníu í Bandaríkjunum undanfarna daga. 

Inga Lind hefur verið dugleg að birta myndir frá ferðalaginu á samfélagsmiðlum. Af myndum að dæma virðist hún vera í heimsókn hjá dóttur sinni, Matthildi Margréti Árnadóttur, og eiginmanni hennar, Sigurði Hrannari Björnssyni, en þau eru búsett þar.

Í gær birti Inga Lind myndir við Stanford-háskólann þar sem Matthildur stundar nám, en þau skelltu sér svo í golf á golfvelli háskólans með ótrúlegu útsýni – og ekki skemmdi veðurblíðan fyrir!

Systurnar Matthildur og Jóhanna Hildur við Stanford-háskólann.
Systurnar Matthildur og Jóhanna Hildur við Stanford-háskólann. Skjáskot/Instagram
Matthildur, Sigurður og Inga Lind á golfvellinum.
Matthildur, Sigurður og Inga Lind á golfvellinum. Skjáskot/Instagram
Útsýnið af golvellinum er glæsilegt.
Útsýnið af golvellinum er glæsilegt. Skjáskot/Instagram

Gerir það gott í framleiðslubransanum

Inga Lind er einn af eigendum framleiðslufyrirtækisins Skot productions og hefur gert það gott í framleiðslubransanum undanfarin ár. Þar áður starfaði hún í fjölmiðlum þar sem hún kynntist Árna Haukssyni fjárfesti, en hann starfaði sem fjármálastjóri á DV og hún sem blaðamaður á þeim tíma. 

Í lok október var greint frá því á Smartlandi að Inga Lind og Árni væru flutt í sundur, en hann væri fluttur í miðbæ Reykjavík á meðan hún byggi í 759 fm glæsihúsi þeirra sem þau byggðu við Mávanes í Garðabæ. Húsið þykir með fegurstu húsum landsins.

mbl.is