Linda Ben æfði golfsveifluna í Surrey

Hjónin nutu ljúfra stunda í Surrey.
Hjónin nutu ljúfra stunda í Surrey. Samsett mynd

Linda Benediktsdóttir, athafnakona og matarstílisti, skellti sér í helgarferð til Surrey á Englandi ásamt eiginmanni sínum Ragnari Einarssyni. 

Hjónin nutu ljúfra stunda á Foxhills-sveitaklúbbnum og fullkomnuðu golfsveifluna í blíðviðri, umkringd trjám og trjágróðri. 

Linda deildi skemmtilegum myndum frá ferð þeirra hjóna á Instagram-reikningi sínum og birti einnig myndskeið af golfsveiflunni. Af því að dæma virðist hún tilbúin til þátttöku í íslensku mótaröð atvinnumanna. 

„Það sem ég er þakklát fyrir helgarferð með mínum, umvafin þessu gullfallega umhverfi,“ skrifaði Linda við myndaseríuna sem hún deildi með fylgjendum sínum. 

Linda og Ragn­ar hafa verið sam­an í 15 ár en þau gengu í hjónaband í september 2022 á Ítalíu. Sam­an eiga hjónin tvö börn.

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert