Með nýrri konu á ströndinni tveimur vikum eftir sambandsslitin

Eru Joe Jonas og Laila Abdallah að stinga saman nefjum?
Eru Joe Jonas og Laila Abdallah að stinga saman nefjum? Samsett mynd

Fyrr í vikunni var greint frá því að neistinn væri slokknaður á milli tónlistarmannsins Joe Jonas og fyrirsætunnar Stormi Bree eftir fimm mánaða samband. Þá sögðu heimildarmenn Jonas ekki hafa tíma fyrir ástina, en svo virðist sem annasöm dagskrá hans hafi skyndilega breyst.

Jonas er staddur í Grikklandi um þessar mundir þar sem hann var myndaður á ströndinni með nýja konu í örmunum. Sú heppna heitir Laila Abdallah og er leikkona, en þau sáust spjalla saman á ströndinni, deildu faðmlagi og gengu hönd í hönd við sjóinn.

Ástarlífið áberandi í fjölmiðlum

Ástarlíf tónlistarmannsins hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, en hann fór í gegnum erfiðan skilnað frá leikkonunni Sophie Turner í september árið 2023. Þau eiga saman tvær dætur, Willu og Dalphne, og fóru í gegnum ljóta forræðisdeilu áður en þau náðu loks sáttum.

Í janúar síðastliðnum rataði Jonas aftur í fréttirnar eftir að myndir birtust af honum og Bree í rómantísku fríi í Cabo San Lucas.

Nú virðist hann hafa augastað á nýrri konu, en af myndum að dæma sem birtust á vef Page Six væsir ekki um þau í Grikklandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert