Bestu borgirnar til að ganga um

Flórens er frábær fyrir fólk sem vill fara um fótgangandi.
Flórens er frábær fyrir fólk sem vill fara um fótgangandi. AFP

Reykjavík er stundum kölluð bílaborg, og talað um að hún sé ekki hönnuð fyrir þá sem fara um fótgangandi. Það eru hins vegar ekki allar borgir þannig. Flórens er sú borg sem er best að ganga um. 

Á ferðavefsíðunni Travel and Leisure er fjallað um þær borgir sem best er að ganga um út frá stöðum sem ferðamenn hafa áhuga á. 

Flórens á Ítalíu 

Flórens er full af list, menningu og sögu. Hvar sem litið er má finna fallega og merkilega hluti. Það kemur því ekki á óvart að það er hægt að nálgast alla merkilegustu staðina fótgangandi á innan við tíu mínútum. 

Hér má sjá lista yfir fimm efstu sætin. 

1. Flórens á Ítalíu

2. Ríga í Lettlandi 

3. Hamborg í Þýskalandi

4. Portó í Portúgal

5. Madríd á Spáni

Madríd á Spáni er í fimmta sæti.
Madríd á Spáni er í fimmta sæti. Ljósmynd/Unsplash.com/Alev Takil
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert