Hringdi sig inn veika og fór í flug

Konan þóttist vera veik en skellti sér í flug.
Konan þóttist vera veik en skellti sér í flug. Ljósmynd/Unsplash.com/Man Wong

Kona að nafni Grace lenti illa í því þegar hún hringdi sig inn veika til þess að fara í flug. Hún var ekki sniðugari en svo að hún lenti með yfirmanni sínum í flugi. 

Það getur verið freistandi að nýta veikindadaga í persónulega frídaga. Maður veit þó aldrei í hverju maður lendir í á flugvöllum eins og Grace komst að nýlega. 

„Ég að taka veikindadag bara til þess að enda í sömu vél og yfirmaður minn,“ skrifaði Grace á TikTok. Hún birti nokkrar myndir í myndskeiðinu þar á meðal af sér ánægðri á leiðinni í flug og hins vegar ekki jafn hressri eftir að hún komst að því að yfirmaðurinn var í sömu flugvél nokkrum röðum frá henni. 

Sannleikurinn er alltaf sagna bestur. Líklega er best að reyna ekki að ljúga sig í gegnum næsta frí í von um nokkra auka frídaga. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert