Helga Magga kleif fjöll og firnindi ásamt vinkonunum

Mikið stuð var á vinkonunum.
Mikið stuð var á vinkonunum. Samsett mynd

Helga Magga, samfélagsmiðlastjarna og heilsu- og næringarþjálfari, er brakandi fersk og endurnærð á líkama og sál eftir hressandi ferðalag um Þórsmerkursvæðið ásamt sínum nánustu og bestu vinkonum. 

Stöllurnar, sem tóku fram gönguskóna og hlífðarfötin, klifu fjöll og firnindi í alls kyns veðri og létu smá rigningu ekki á sig fá. Vinkvennahópurinn tók myndastopp á nokkrum stöðum á leiðinni enda var náttúrufegurðin ólýsanleg.

Að göngunni lokinni var að sjálfsögðu skellt sér í búning íslensku sumarkonunnar og skálað. 

Helga Magga birti skemmtilega samantekt frá ferðinni á Instagram-reikningi sínum og af myndum að dæma var gleðin allsráðandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert