Féllu fyrir Ítalíu

Sting og Trudie Styler.
Sting og Trudie Styler. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Sting og leikkonan Trudie Styler elska Ítalíu. Þau elska Ítalíu svo mikið að eitt barna þeirra fæddist í landinu. 

„Við Sting urðum ástfangin af Ítalíu fyrir mörgum árum – svo ástfangin að eitt barnanna okkar fæddist nálægt Pisa, við vörðum mörgum árum í að leita að húsnæði fyrir okkur öll,“ sagði Styler í viðtali við People um Ítalíuástina. 

Hjónin hafa átt hús í Toskana í 30 ár og eru þau dugleg að fara þangað. Börnin þeirra eru orðin fullorðin og heimsækja þau til Toskana með sín eigin börn. Hún segir þau dugleg að tengjast hvort öðru í Toskana. 

„Við borðum saman, við lesum, syndum, förum í göngutúra, spilum, horfum á kvikmyndir,“ segir Styler um það sem þau gera í húsinu á Ítalíu. „Við elskum að taka út hvað er að gerast á vínekrunum og við höldum alltaf upp á brúðkaupsafmælið okkar þarna.“

Trudie Styler og Sting halda alltaf upp á brúðkaupsafmæli sitt …
Trudie Styler og Sting halda alltaf upp á brúðkaupsafmæli sitt á Ítalíu. AFP/Jason Merritt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert