Aníta Briem og bumbubúi í Lundúnum

Leikkonan blómstrar á meðgöngunni.
Leikkonan blómstrar á meðgöngunni. Samsett mynd

Leikkonan Aníta Briem er stödd í Lundúnum í tilefni af 20 ára útskriftarafmæli hennar frá Royal Academy of Dramatic Arts eða RADA.

Aníta flutti til Englands aðeins 16 ára gömul til að láta leiklistardraum sinn rætast. Eftir góð og lærdómsrík ár í ensku höfuðborginni hélt hún til Kaliforníu þar sem hún lék meðal annars í kvikmyndinni Journey to the Center of the Earth ásamt þeim Brendan Fraser og Josh Hutcherson.

Leikkonan birti skemmtilegar myndir frá ferð sinni á Instagram og af myndum að dæma þá var ansi gaman að hitta gamla félaga og rifja upp góðar stundir.

Spennandi tímar eru framundan hjá Anítu en hún á von á barni með kærasta sínum, Hafþóri Waldorff. Parið festi kaup á íbúð á Bárugötu í Reykjavík fyrr á árinu.

View this post on Instagram

A post shared by Aníta Briem (@anitabriem)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert