Yfir sig ástfangin á afmælisdaginn

Samsett mynd

Kylie Jenner, raunveruleikastjarna og viðskiptakona, fagnaði 27 ára afmæli sínu með kærasta sínum, leikaranum Timothée Chalamet, á dögunum. Parið fagnaði ásamt nokkrum góðum vinum um borð í lúxussnekkju við strendur Bahamaeyja.

Jenner og Chalamet hafa verið par frá því í apríl á síðasta ári og að sögn heimildarmanns þá gengur sambandið eins og í sögu. Þau eru sögð elska hvort annað afar heitt.

„Hún er ótrúlega hamingjusöm með honum og hefur aldrei verið jafn ástfangin. Chalamet er frábær fyrir hana,“ sagði heimildarmaður við tímaritið People

Jenner og Chalamet hafa að mestu haldið sambandi sínu burt frá forvitnum augum almennings og deila ekki myndum hvort af öðru á samfélagsmiðlasíðum sínum.

Raunveruleikastjarnan deildi örfáum myndum frá afmælisdeginum með fylgjendum sínum, sem telja tæplega 400 milljónir, á Instagram en engin þeirra sýndi Chalamet. Jenner náði þó mynd af eldingu sem sló niður nálægt bátnum á sjálfan afmælisdaginn. 

Jenner fagnaði afmælinu fáklædd.
Jenner fagnaði afmælinu fáklædd. Skjáskot/Instagram
Eldingu sló niður á afmælisdaginn.
Eldingu sló niður á afmælisdaginn. Skjáskot/Instagram



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert