Ferðalangar í Evrópu kunna að verða fyrir vonbrigðum í dag er evrópskir flugvellir taka upp strangar vökvatakmarkanir á ný.
Fjöldi áfangastaða innan ESB og í Bretlandi höfðu afnumið 100ml takmarkanir fyrir vökva í handfarangri farþega vegna nýrra öryggisskanna. Gátu farþegar því haft ilmvatnið og sólarvörnina meðferðis í handfarangrinum án vandkvæða eftir 18 ár af takmörkunum.
Samkvæmt BBC verður reglan tekin upp að nýju frá og með deginum í dag vegna tæknilegra örðugleika.
Samkvæmt The Independant komu reglurnar upprunalega til árið 2006 og áttu einungis að vera „tímabundnar.“ Með tilkomu nýju CT-skannana átti aftur á móti að vera hægt að skilja tölvur og vökva eftir ofan í töskum.
Langflestir flugvellir höfðu enn ekki tekið upp notkun skannana en margir flugvellir voru byrjaðir að prufukeyra þá. Talið er að um 350 skannar séu þegar í notkun í 13 Evrópulöndum, en Róm og Amsterdam eru meðal þeirra flugvalla sem höfðu tekið upp notkun þeirra að fullu.
Ekki liggur fyrir hvers kyns tæknilega örðugleika er að ræða en talið er niðurstöður um magn vökva í töskunum hafi ekki verið nógu nákvæmar.
Ekki liggur fyrir hvenær verði slakað á reglunum á ný.