Icelandair tekur við fyrstu Airbus-þotunni

Hér má sjá Airbus-þotuna eftir að hún kom af málningarverkstæði …
Hér má sjá Airbus-þotuna eftir að hún kom af málningarverkstæði í gærkvöldi. Ljósmynd/Icelandair

Íslenska flugfélagið Icelandair mun fá fyrstu Airbus-þotuna í hendur í nóvember. TF-IAA kom út af málningarverkstæði Airbus í Hamborg í gærkvöldi en næst á dagskrá í framleiðsluferlinu er að koma fyrir hreyflum, sætum og afþreyingarkerfi í vélinni. 

„Um er að ræða fyrstu Airbus þotuna sem Icelandair tekur við frá upphafi og mun A321 flugvélategundin leysa af hólmi Boeing 757 vélarnar sem hafa tengt Íslandi við umheiminn um áratugaskeið. Fyrst um sinn mun Icelandair taka í notkun Airbus A321 LR (LR stendur fyrir Long Range) en samningurinn við Airbus kveður á um kaup á allt að 25 sérstaklega langdrægum Airbus A321 XLR (Extra Long Range) flugvélum. Afhending á XLR vélunum hefst árið 2029. Með þessum nýju Airbus flugvélum sem Icelandair hefur notkun á síðar á árinu verða kynntar ýmsar nýjungar til þægindaauka fyrir farþega, til dæmis öflugra afþreyingarkerfi með stærri skjáum og ný tegund af sætum,“ segir Guðni Sigurðsson, samskiptastjóri Icelandair. 

Í Airbus-vélinni verða 187 sæti sem er svipað og í Boeing 757 vélunum. 

Icelandir fær vélina í sínar hendur í nóvember.
Icelandir fær vélina í sínar hendur í nóvember. Ljósmynd/Icelandair

Icelandair tekur við vélinni í nóvember þegar flugprófanir hafa farið fram. Fjórar Airbus A321 LR munu bætast við flota Icelandair fyrir sumarið 2025.

Hér má sjá listamann að störfum.
Hér má sjá listamann að störfum. Ljósmynd/Icelandair
Vélin er vel merkt íslenska flugfélaginu.
Vélin er vel merkt íslenska flugfélaginu. Ljósmynd/Icelandair
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert