Linda Ben baðar sig í sólinni

Það væsir ekki um Lindu Ben og fjölskyldu.
Það væsir ekki um Lindu Ben og fjölskyldu. Skjáskot/Instagram

Linda Benediktsdóttir, athafnakona og matarbloggari, er stödd í sólinni í Katalóníu ásamt fjölskyldu sinni um þessar mundir. 

Linda og eiginmaður hennar, Ragnar Einarsson, hafa verið saman í 15 ár. Þau gengu í hjónaband við glæsilega athöfn á Ítalíu þann 14. september 2022 og fögnuðu nýverið tveggja ára brúðkaupsafmæli sínu. Hjónin fögnuðu áfanganum með því að hlaupa hálft maraþon saman í Kaupmannahöfn.

Linda birti sólríka myndasería á Instagram-síðu sinni fyrr í dag. Samfélagsmiðlastjarnan deildi einnig nokkrum myndskeiðum á Instagram Story og sýndi meðal annars frá húsinu sem fjölskyldan gistir í. 

„Bara hér aðeins að njóta í sólinni með fjölskyldunni,“ skrifaði Linda við færsluna.

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert