Af hverju þú ættir að drekka engiferöl í flugi

Næst er að prófa engiferölið í flugi.
Næst er að prófa engiferölið í flugi. John McArthur/Unsplash

Eflaust margir eiga sér uppáhalds flug-drykk. Einhverjir kjósa að fá sér í tána með söltum og krydduðum drykk á borð við „Blóðuga Maríu“, aðrir eru harðir aðdáendur kóka kóla og einhverjir halda sig við skothelt vatnið. Það eru þó einstaka ferðalangar sem vita að besti drykkurinn í 36.000 fetum er engiferöl.

John J. McLaughlin frá Enniskillen í Ontario stofnaði vörumerkið Canada Dry árið 1904. Á þriðja áratug síðustu aldar náði drykkurinn vinsældum hinum megin landamæranna, í Bandaríkjunum. Mikið var um áfengissmygl á þeim tíma og komust menn að því að engiferöl væri ákjósanlegt til að blanda við brennivín svo auðveldara væri að drekka það.

En í dag kemst engiferölið ekki einu sinni á topp tíu lista yfir vinsælustu gosdrykkina í Bandaríkjunum.

Engiferölið getur haft góð áhrif á meltinguna.
Engiferölið getur haft góð áhrif á meltinguna. Uzair Ali/Unsplash

Kostir engiferölsins á flugi

Rannsóknir hafa margsinnis sýnt fram á að bragðlaukar okkar breytast þegar við fljúgum. En þurrt loftið og þrýstingurinn í farþegarýminu verður til þess að bragðskynið dofnar og hefur þar með þau áhrif að bragð ýmissa drykkja breytist.

Í flugi getur verið að sætleikinn í engiferölinu minnki allverulega eða hverfi alveg. Drykkurinn verður því þurrari og skarpari, sem ætti að gleðja marga. Engiferölið er einnig til þess fallið að draga úr meltingartruflunum. 

Ef þú hefur ekki drukkið engiferöl í flugvél er mælt eindregið með að þú prófir það.

Travel and Leisure.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka