Hvernig er hægt að lágmarka flugþreytu?

Það eru til góð ráð til að sporna gegn einkennum …
Það eru til góð ráð til að sporna gegn einkennum flugþreytu. Kevin Andre/Unsplash

Eins gaman og það er að ferðast þá getur það reynt töluvert á líkamann og þolinmæðina líka; langar raðir á flugvöllum, kraðak, seinkanir og hræðsla við að týna börnunum, svo ekki sé minnst flugþreytuna.

Þegar flogið er inn á nýtt tímabelti getur orðið truflun á líffræðilegum takti fólks og kallast það flugþreyta. Sé ferðalangnum kunnugt um hvernig sporna eigi gegn flugþreytu, það er nefnilega hægt, þá geti fyrsti dagurinn í fríinu orðið enn ánægjulegri.

Flugþreyta getur nefnilega orðið í flugi sem tekur aðeins örfáar klukkustundir og spilar þar líkamsklukkan inn í. Þegar svefn- og vökumynstrinu er raskað getur það leitt til þess að innri klukkan verði ósamstillt og hefur það aftur áhrif á líkama og lund.

Einkenni flugþreytu

Einkennin eru margvísleg. Margir þekkja tilfinninguna þegar komið er á áfangastað; að finna fyrir þreytu og pirringi en geta samt ekki fest svefn. Alveg eins og þú myndir vilja hefja fríið, ekki satt?

Hér eru helstu einkennin:

  • Vera viðkvæmur, pirraður eða í öðru tilfinningalegu ójafnvægi
  • Miklar skapbreytingar 
  • Erfiðleikar við að festa svefn
  • Finna fyrir þreytu á daginn
  • Ná ekki að sofa alla nóttina
  • Heilaþoka
  • Óþægindi í maga eða þörmum
Hægt er að byrja á að lágmarka flugþreytu í fluginu …
Hægt er að byrja á að lágmarka flugþreytu í fluginu sjálfu. Tim Dennert/Unsplash

Hvernig lágmarka á flugþreytu í flugi

Á meðan á fluginu stendur er margt hægt að gera til að sporna gegn einkennum flugþreytu.

  • Drekka nóg af vatni
  • Forðast áfengi
  • Forðast svefntöflu eða álíka meðöl ætluð fyrir svefn
  • Reyna að sofa
Mikilvægt er að sleppa því að leggja sig um leið …
Mikilvægt er að sleppa því að leggja sig um leið og komið er á áfangastað. Greg Pappas/Unsplash

Hvernig lágmarka á flugþreytu á áfangastað

Sé farið að ofantöldum ráðum er nokkuð víst að ferðalangar verði í ágætis formi við lendingu. Mælt er með nokkrum atriðum til viðbótar þegar komið er á áfangastað.

  • Fá dagsbirtu eins fljótt og auðið er
  • Ekki sofna strax þegar komið er á áfangastað
  • Borða í takt við tímann á áfangastað
  • Gera allt til að ná ró fyrir svefn og fara á réttum tíma í rúmið

Í því samhengi er talað um að hafa nógu dimmt í herberginu, hætta skjánotkun nokkru áður en lagst er til svefns og jafnvel taka inn náttúruleg lyf eins og melótonín eða magnesíum til að róa taugarnar.

Planet D

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka