Hvort viltu það kalt eða heitt um jólin?

Bæjarland í Þýskalandi og Bahamas eru einnig á hátíðarlista Travel …
Bæjarland í Þýskalandi og Bahamas eru einnig á hátíðarlista Travel and Leisure fyrir vinsæla áfangastaði. Samsett mynd

Hvort sem er í faðmi fjölskyldu og vina eða í einverunni vilja eflaust flestir hafa það ágætt um jólin. Fyrir suma eru snjórinn og kuldinn aðalatriðið, sem er svo jólalegt, á meðan aðrir sækjast í að sleikja sólina á huggulegri baðströnd.

Hvar sem áhugasviðið liggur og svo langt sem greiðslugetan nær, þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á lista Travel and Leisure yfir bestu staði til að heimsækja yfir hátíðirnar.

Ljósadýrðin í New York.
Ljósadýrðin í New York. Pinterest

New York

Fátt jafnast á við jólin í New York. Borgarljósin skína skært árið um kring en yfir hátíðarnar færast töfrarnir á næsta stig. Fallega skreytt trén í Rockefeller Center og í Washington Square Park, upplýst framhlið Saks Fifth Avenue og líflegar gluggaskreytingar á Macy's Herald Square.

Hægt er að valsa um með heitt kakó í hendi og versla jólagjafir á mörkuðum í þýskum stíl og taka þátt í aldagamalli hefð með því að kaupa miða á sýningu Radio City Rockettes á Broadway.

Sagt er að New York sé einnig ákjósanleg fyrir einhleypa yfir hátíðarnar, enda flestir staðir opnir; kvikmyndahús, veitingastaðir og barir. Þá eru nokkrar Broadway-sýningar og nútímadanssýningar, t.d. Alvin Ailey og Hnotubrjóturinn.

Það er huggulegt um að lítast í Brugge í Belgíu.
Það er huggulegt um að lítast í Brugge í Belgíu. Pinterest

Brugge 

Jólamarkaðirnir tveir sem eru í Brugge í Belgíu eru þeir vinsælustu í Vestur-Evrópu. Markaðirnir fylla nánast Markt-torgið í hjarta bæjarins, með allt frá handgerðu skarti og skrauti yfir í rjúkandi heitt kakó og ullarsokka.

Upplifunin teygir sig hvert sem litið er og búðargluggarnir á byggingunum, sem umlykja torgið, eru fallega skreyttir. 

Mælt er með herbergissvítunni á Van Cleef hótelinu, með útsýni yfir fallegt síkið sem rennur í gegnum bæinn.

Beaver Creek í Colorado.
Beaver Creek í Colorado. Pinterest

Beaver Creek

Önnur leið til að verja jólafríinu er í brekkum Beaver Creek í Colorado. Þetta fallega skíðaþorp býður upp á skemmtilegar jólaathafnir fyrir alla fjölskylduna, t.a.m hátíðarkvikmyndakvöld og jólabaksturskeppnir.

Hægt er að velja um gististaði, þar sem er nánast hægt að renna sér inn og út á skíðunum.

Edinborg í Skotlandi.
Edinborg í Skotlandi. Pinterest

Edinborg

Edinborgar-kastalinn er án efa eitt þekktasta kennileiti borgarinnar og ljómar yfir hátíðarnar. Hinn árlegi viðburður Kastali ljóssins (Castle of Light) laðar að fjölda fólks með stórbrotinni ljósasýningu sem varpað er á veggi þessarar 12. aldar byggingar. 

Síðdegiste á The Dome er annað sem vert væri að prófa yfir hátíðarnar þar sem gregoríska te-herbergið fær hátíðarbrag með fallegum skreytingum.

Þá er um að gera að rölta um jólamarkaðinn á George Street og draga að sér sannkallað hátíðarandrúmsloft. 

Flórída Keys er vinsæll eyjaklasi við strendur Flórída.
Flórída Keys er vinsæll eyjaklasi við strendur Flórída.

Flórída Keys

Flórída er engin nýlunda fyrir Íslendinga og tilvalin fyrir þá sem vilja eyða jólafríinu á bandarískum strandáfangastað. 

Tilvalið er að byrja fríið á fallegu ferðalagi um Keys-eyjarnar og hafa viðkomu á nokkrum þeirra á leið til Key West. Tíminn yfir hátíðarnar er afar vinsæll hjá ferðamönnum en hægt er að halda sig frá mesta straumnum með því t.d. að dvelja í Sunset Key Cottages. Þessi 27 hektara eyja er aðgengileg með ferju og þar er eitt besta hótelið í Key West.

Kyrrlátur felustaður í stuttri fjarlægð frá aðdráttarafli borgarinnar. 

Í Rovaniemi í Finnlandi. Hver myndi ekki vilja gista í …
Í Rovaniemi í Finnlandi. Hver myndi ekki vilja gista í svona snjóhúsi með gluggum. Pinterest

Rovaniemi

Hver ætli sé jólalegasti staður í heimi? Jú, ætli það sé ekki heimabær sjálfs jólasveinsins í Rovaniemi í Finnlandi, höfuðborg Lapplands. En þó ekki heimabær íslensku jólasveinanna því þeir búa vitaskuld hérlendis, uppi um fjöll og firnindi. 

Heimili jólasveinaþorpsins og jólasveinagarðsins þar sem hægt er að hitta á aðalmanninn og hreindýrin hans.

Mikil fönn er á jörðu yfir háveturinn og þá er einnig tími norðurljósa. Ekki þarf að hafast við úti til að bera þau augum heldur er hægt að bóka gistingu í svokölluðum snjóhúsum með glerþaki svo hægt sé að liggja í hlýju rúminu og njóta þeirra á meðan þau dansa á næturhimninum. 

Ævintýralegar Maldíveyjar.
Ævintýralegar Maldíveyjar. Pinterest

Maldíveyjar

Sé jólaóskin að klæðast fremur sandölum en snjóþrúgum gætu Maldíveyjar eflaust verið spennandi áfangastaður. Þessi suðræna paradís, eyjaklasi í Suður-Asíu í Indlandshafi, verður eflaust eitt besta jólafríið, með öllu inniföldu.

Mælt er með dvalarstöðum á borð við Meeru Maldíveyjar, Constance Moofushi og Lily Beach. 

Travel and Leisure

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka