Myndirðu borga 12.000 kr. fyrir loft í dós?

Vissirðu að hægt er að taka dósaloft með sér hvert …
Vissirðu að hægt er að taka dósaloft með sér hvert sem er í heiminum? Ambo Ampeng/Unsplash

Á fjölda áfangastaða víða um heim er hægt að finna dósir með staðbundnu lofti, allt frá svissnesku Ölpunum til eyjarinnar Mön á Írlandi.

Gestir Como-vatns á Ítalíu eiga úr vöndu að velja þegar kemur að minjagripum, en dós af staðbundnu lofti er líklega ekki efst á óskalistanum.

Varan, sem gefin er út af markaðsstofu einni, er sögð innihalda 21% súrefni, 0,93% argon, 0,04% koltvísýring og lítið hlutfall af köfnunarefni og neoni. Innihaldið er víst fangað úr vatninu.

Hugmyndin á bak við vöruna er að eigandi hennar geti tekið loftið í krukkunni með sér hvert sem er. „Krukkan, þegar hún hefur verið opnuð, getur verið pennahaldari eða vasi og er algjörlega endurvinnanleg,“ segir Daniele Abagnale hjá markaðsstofunni í viðtali við ítalska dagblaðið La Repubblica.

Ekki nýtt af nálinni

Á síðunni Euro News er velt upp spurningunni hvort dósaloft sé einungis einn stór brandari eða hvort loftsýnin hafi raunverulegt gildi.

Það er engin nýlunda að markaðssetja dós með staðbundnu lofti en það var eftir seinni heimsstyrjöldina sem Ítalinn Gennaro Ciaravolo fann upp Aria di Napoli eða Napolí-loftið. Hann safnaði tómum dósum sem bandarískir hermenn höfðu skilið eftir sig og fyllti þær af andrúmslofti frá Napolí.

Á Suður-Englandi brutust út deilur vegna fyrirtækis sem seldi kornbreskt loft á flöskum fyrir 80 evrur eða sem samsvarar tæpum 12.000 krónum á núverandi gengi. Deilurnar snerust þó ekki um verð flasknanna heldur um þá staðreynd að loftið var ekki kornbreskt heldur úr annarri sýslu, Devon.

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert