Birgitta Líf og Birnir Boði njóta sólarinnar

Það væsir ekki um mæðginin í sólinni.
Það væsir ekki um mæðginin í sólinni. Skjáskot/Instagram

Sonur Birgittu Lífar Björnsdóttur, samfélagsmiðlastjörnu og markaðsstjóra World Class, og Enoks Jónssonar, er níu mánaða gamall í dag. Dreng­ur­inn, Birnir Boði, er fyrsta barn Birgittu Líf­ar og Enoks og kom í heim­inn þann 8. fe­brú­ar síðastliðinn.

Birgitta Líf fagnar deginum á Spáni ásamt syni sínum og deildi sólríkum myndum af þeim mæðginum á Instagram í tilefni dagsins.

„9 mánuðir inni og 9 mánuðir úti,” skrifar hún við krúttlega myndaseríu.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Birnir Boði ferðast vítt og breitt um heiminn ásamt móður sinni. Hann lagði upp í sína fyrstu utanlandsferð aðeins fimm vikna gamall og var mættur til Glasgow örfáum vikum síðar.

Birgitta Líf var einnig dug­leg að ferðast á meðan hún var ófrísk og fór meðal ann­ars á Am­al­fi-strönd­ina á Ítal­íu, á 50 Cent tón­leika í Lund­ún­um, í jóla­ferð til New York-borg­ar og í skvísu­ferð til Par­ís­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka