Kyana Sue Powers, bandarískur ferðaráðgjafi og áhrifavaldur, mælir með afþreyingu hérlendis í nóvember fyrir fylgjendur sína á Instagram.
Í færslunni byrjar Kyana á að leggja upp með að fólk leigi sér bíl og ferðist hringveginn. Hún nefnir afþreyingu eins og íshella- og norðurljósaferðir.
Hún segir heimskautarefina þá sætustu á Íslandi og bendir á að hægt sé að sjá til hvítra loðdýranna á vappi úti í náttúrunni.
Hún mælir með ferð á Jökulsársand og nefnir einnig hve gott er að enda dagana, sem eru afar stuttir, í baðlóni.
Kyana komst fyrst í fréttir vegna þess hve erfitt var fyrir hana að fá dvalarleyfi hérlendis. Hún er með stóran fylgjendahóp á Instagram, sérhæfir sig í landkynningu í gegnum fyrirtæki sitt Kraft Media og veitir ráðgjöf til fyrirtækja sem vilja ná árangri á samfélagsmiðlum.
View this post on InstagramA post shared by Kyana Sue Powers • Adventure Travel • Iceland (@kyanasue)