Rockefeller-jólatréð er komið til New York og þar með 93. ár þessarar ástkæru hefðar New York-búa og annarra að ganga í garð.
Tréð, sem er norskt rauðgreni eða (Norway Spruce), var ferjað til New York að næturlagi alla leið frá Massachusetts og komst á leiðarenda 9. nóvember.
Tréð var gróðursett af Albert-fjölskyldunni árið 1967 í West Stockbridge og var þá einungis mittishátt. Í dag er það tæpir 23 metrar á hæð. Verður það skreytt með meira en 50.000 led-perum og toppað með Swarowski-stjörnu.
Ár hvert eru margir sem leggja leið sína í Stóra eplið til að upplifa tendrun Rockefeller-trésins, en viðburðurinn verður 4. desember.
