Dubai verði besta borg í heimi til að búa í og heimsækja fyrir 2033

Dubai í öllu sínu veldi. Borgin tilheyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Dubai í öllu sínu veldi. Borgin tilheyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum. ZQ Lee/Unsplash

Ferðamálayfirvöld í Dubai vinna að því að gera borgina að þeirri bestu til að búa í og heimsækja fyrir árið 2033.

Dubai er þekktur áfangastaður fyrir íburðarmiklar verslanir, draumkennd hótel og afþreyingu sem tekur adrenalínið á næsta stig. Nú hafa yfirvöld tekið ákvörðun um að ekki þurfi að fylgja heimsóknunum hár verðmiði.

Burj Al Arab Jumeirah, hið fræga lúxushótel í Dubai.
Burj Al Arab Jumeirah, hið fræga lúxushótel í Dubai. Unsplash

Ný auglýsingaherferð hefur það að markmiði að eyða „ranghugmyndum“ um áfangastaðinn í þeirri von um að auka fjölda gesta árið 2025. Felur það m.a. í sér að sýna fram á að Dubai sé ekki einungis fyrir auðuga ferðamenn og kynna borgina sem áfangastað allt árið um kring.

Frá janúar til september á þessu ári tók Dubai á móti 13,9 milljónum gesta, sem er 7% aukning fyrir sama tímabil árið áður.

Hoor Al Khaja, hjá efnahags- og ferðamálaráðuneyti Dubai, segir það hreinan misskilning að staðurinn sé óaðgengilegur nema þeim sem hafi gnótt fjár. Í Dubai er að finna næstflest fimm stjörnu hótel í heimi en Al Khaja vill meina að nóg sé um aðra gistimöguleika. Hann bætir því við að þriggja eða fjögurra stjörnu hótel í Dubai jafnist á við fimm stjörnu hótel á heimsvísu og því séu ferðamenn að fá meira fyrir peningana.

Ferðamálayfirvöld í Dubai vilja að borgin verði jafn vinsæll áfangastaður …
Ferðamálayfirvöld í Dubai vilja að borgin verði jafn vinsæll áfangastaður að sumri og vetri. Unsplash

Önnur ásýnd sem Al Khaja segir að þurfi að breyta sé að Dubai sé ekki örugg fyrir ferðamenn og að átök í Miðausturlöndum hafi eitthvað um það að segja. Hann blæs því út af borðinu og segir landfræðilega vanþekkingu fólks spila inn í. Dubai sé ein öruggasta borg í heimi.

Borgin hefur þótt helst til heit á sumrin en hægt er að finna ýmsa afþreyingu innandyra og vilja ferðamálayfirvöld leggja áherslu á staðinn sem áfangastað árið um kring.

Borgin lætur mikið yfir sér.
Borgin lætur mikið yfir sér. David Rodrigo/Unsplash
Eitt vinsælasta strandhótel í Dubai, Atlantis The Palm.
Eitt vinsælasta strandhótel í Dubai, Atlantis The Palm. Christoph Schulz/Unsplash

Euro News

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert