Það er ekkert eitt sem má ekki missa af í Disney World en fólk gæti fundið fyrir ótta við að missa af einhverju fylgist það með myndskeiðum, ráðleggingum og jafnvel gátlistum annarra gesta Disney-garðsins á samfélagsmiðlum.
Sumir foreldrar kaupa bókstaflega alla afþreyingu þegar komið er í garðinn á meðan aðrir þefa uppi allt sem ókeypis er.
Eflaust fæstir nenna að hlaupa tæki úr tæki um garðinn þveran og endilangan til að prófa flest það sem aðrir gestir prófuðu. Á USA Today er mælt með að spila hlutina eftir eyranu.
Þá er spurning hvort enn þann dag í dag þurfi að bóka fyrir fram í Disney World? Bóka þarf á á veitingastaði eins og Cinderella's Royal Table og í alla upplifun á borð við þá í Bibbidi Bobbidi Boutique. Opnað er fyrir bókanir með sextíu daga fyrirvara og er fljótt að fyllast.
Sé miði keyptur með ákveðinni dagsetningu þarf ekki lengur að bóka sérstaklega í þemagarðana.
Í grundvallaratriðum er verið að benda gestum á að hamast ekki um of og ætla sér ekki of mikið. Heldur taka nestispásu þegar allir verða svangir og hvíla sig þegar allir verða þreyttir. Hægt er að hlaða niður My Disney Experience-snjallforritinu og kynna sér sýningartíma, biðtíma, staðsetningar o.fl.
Ekki þarf að bóka til að horfa á skrúðgöngur eða kvöldsýningar, hins vegar þarf að mæta tímanlega til að fá gott útsýni.
Þrátt fyrir að gestir séu duglegir við að deila upplifun sinni og hverju eigi að sleppa og hvað sé ómissandi, þýði það í raun ekki að þörf sé á að fara eftir því.
Þín „fullkomna“ ferð getur verið allt öðruvísi en þeirra.