Fjölskyldufaðirinn og grínistinn Björn Grétar Baldursson telur upp þrjá hluti á TikTok sem gera Ísland að besta landi í heimi.
Björn hefur verið að gera það gott með myndskeiðum bæði á Instagram og TikTok, en á síðarnefndari miðlinum er hann með 65.000 fylgjendur. Í nýju myndskeiði, sem hefur fengið rúm 5.200 hjörtu og um 19.000 áhorf, telur Björn upp hlutina þrjá sem standa hjarta hans nærri og gerir landið að góðum stað að búa á.
Fyrsti hluturinn er heita vatnið en landið er auðugt af því og segir Björn að hægt sé að taka langa, heita sturtu, sem sé svo gott.
Í öðru atriðinu segir Björn landið vera svo öruggt að Íslendingar leggi ungabörn sín gjarnan til svefns utandyra, en hann tekur það fram að þau séu lögð í vagn en ekki ofan í snjóinn.
Það þriðja sem hann nefnir er að eini hræðilegi, appelsínuguli hluturinn sem Íslendingar eiga eru eldfjöllin og má gera ráð fyrir að hann vísi í ákveðinn erlendan einstakling sem ávallt er sagður appelsínugulur á lit.
@thebeardad More things that make iceland one of the best place in the world ! #fyp #iceland #travel ♬ original sound - The Bear Dad