CrossFit-stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir og kærasti hennar, Brooks Laich, fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, eru bæði mjög ævintýragjörn og elska að ferðast um heiminn og kynna sér ólíka menningarheima.
Parið nýtur nú alls þess besta sem Suður-Afríka hefur upp á bjóða. Katrín Tanja og Brooks gengu á topp Table Mountain, eins þekktasta kennileitis Höfðaborgar, í morgun og deildu myndskeiði af sér að njóta útsýnisins á toppnum á Instagram.
„Bókstaflega á toppi veraldar,” skrifaði parið við færsluna sem fjölmargir hafa líkað.
Katrín Tanja og Brooks opinberuðu samband sitt í ágúst 2021 og hafa verið dugleg að fljúga á vit ævintýranna síðustu ár.
Parið átti ævintýralega daga í Indónesíu í október og heimsótti meðal annars Kómódó-eyju undan ströndum Súmötru og sáu þar kómódó-dreka sem er stærsta núlifandi eðla heims.