Tíu verstu flugfélögin að mati ferðabloggarans Drew Binsky

Drew Binsky, sem kom til Íslands árið 2022, að vísu …
Drew Binsky, sem kom til Íslands árið 2022, að vísu ekki í fyrsta skipti, hef­ur heim­sótt öll lönd í heim­in­um, og nokk­ur oft­ar en einu sinni. Skjáskot/Youtube

Bandaríski ferðabloggarinn Drew Binsky er afar fróður þegar kemur að ferðalögum. Hann hefur ferðast um allan heim síðustu ár, kynnst ólíkum menningarheimum og skyggnst inn í hulda heima sem líklega fáir þekkja.

Binsky heldur úti vinsælu ferðabloggi þar sem hann sýnir frá ævintýrum sínum og hefur sankað að sér milljónum fylgjenda sem bíða spenntir eftir nýjum færslum frá honum.

Í nýju myndskeiði telur Binsky upp tíu verstu flugfélögin að hans mati. Flug­fé­lög­in eru í öf­ugri röð en flug­fé­lagið sem þykir verst er Air Koryo.

  • Air India 
  • China Eastern Airlines
  • Ryanair
  • Lion Air 
  • Nepal Airlines
  • Pakistan International Airlines
  • Cubana De Aviación
  • Spirit Airlines
  • Allegiant Air
  • Air Koryo
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert