Hótel Varmaland hlýtur gæða- og umhverfisvottun

Hótel Varmaland er í Borgarbyggð á Vesturlandi.
Hótel Varmaland er í Borgarbyggð á Vesturlandi. Samsett mynd/Instagram

Hótel Varmaland ásamt veitingastaðnum Calor hlaut nýverið gæðavottun Vakans og bronsmerki í umhverfishluta, samkvæmt tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Vakinn er eina viðurkennda hótelflokkunin hérlendis og fékk Hótel Varmaland vottun sem fjögurra stjörnu hótel. Viðmið Vakans byggja á þeim frá Hotelstars og alls 21 Evrópuland vinnur eftir viðmiðunum. 

Að sögn Herborgar Svönu Hjelm hótelstjóra er lögð mikil áhersla á umhverfisábyrgð og sjálfbærni á hótelinu og markvisst er dregið úr umhverfisáhrifum í starfseminni. 

Hótelið leggur áherslu á umhverfisábyrgð að kröfu neytenda, hins vegar bitni það ekki á gæðum eða þægindum í þjónustu við gesti, segir Herdís.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert